Bloggað af skyldurækni
Ég hef eiginlega ekkert að segja, eða jújú, það hefur svo sem ýmislegt gerst (ég fór t.d. með Auði og Hemma til Glasgow um helgina - og til Eelie líka) en ég er of andlaus til að segja frá því. En mér finnst ekki hægt að þegja bara og skilja ykkur eftir með blá barabarabapá sönglandi á síðunni þannig ég ákvað að henda inn þessum fáu línum. Þetta minnir mig á það þegar Óttarr Proppé klippti af sér allt hárið á meðan hann var í Ham (jafnvel rétt fyrir kveðjutónleikana í Tunglinu... ahh... súkk og sukk... sælla minninga) og þá sagði Sigurjón hann heddbanga af skyldurækni þótt hárið væri farið.
Já... ömm, einmitt. Ekki að það komi þessu bloggi eitthvað við. Bara einhver nostalgía eftir rokki, heddbangi og síðu hári.
Hey! Jú, Gunnhildur og Siggi eignuðust rúmlega 18 merkur stelpu og heilsast öllum vel.
2 Comments:
erum við að tala um gunnhildi Kristjánsdóttur??
Ó, já já.
Skrifa ummæli
<< Home