helgin
Um helgina buðum við í garðpartý og elduðum 30 sjóbirtinga og 4 laxa á einu bretti. Veislan stóð í 4 tíma en samt voru nokkur kíló eftir í lok hennar. Það gerði ekkert til því að við töltum bara með restina upp á Bergþórugötu þar sem súpersysturnar Hulda og Ásta héldu risaafmæli og þar fór fiskurinn ofan í gutlandi bollumareneringu í kviðbelgjum gestanna þar. Þynnkudagurinn var næs og mjúkur í blindandi þoku fórum við með foreldrum mínum í lúxússalinn að sjá Sin City sem var stórkostleg á allan hátt en hæst bar upprisu Mickey Rourke úr gleymskunnar dái. Rokk rokk rokk.
2 Comments:
Ég fór einmitt á Sin City um daginn og varð vitni að því þegar strákur fyrir aftan mig var að uppfræða tvær stelpur um hver Mickey Rourke væri og að hann hefði verið geðveikur hönk in ðí eitís. Þær voru mjög vantrúaðar en hann útskýrði fyrir þeim að hann væri sko með gervihöku í myndinni :)
Já, þvílík snilldarmynd.
Þetta er svona mynd sem fólk annaðhvort elskar eða hatar. Mér finnst hún brilliant á allan hátt, hún er öðruvísi, hún er spennandi, hún er gory, hún er listræn, vel tekin. Bah... ég gæti talið áfram endalaust. Það er bara einhver stemning sem hún skapar. Maður verður víst að sjá hana til að skilja það, nema maður nenni að skrifa um það 5 blaðsíðna pistil.
Skrifa ummæli
<< Home