Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, júlí 4

Vísir að sumri

Svei mér þá. Sól og hiti og jafnvel bara sumar. Ég hef reyndar ekkert að segja í rauninni, er alveg heiladauð inni á Vegamótum en ákvað að henda inn nokkrum línum fyrst ég kemst á netið. Það eru 4 norskar kvennsur á næsta borði, 3 kynslóðir. Merkilegt, ég get horft yfir á MM húsið án þess að fá kvíðakast, merki um hvað tíminn hefur liðið hratt og langt síðan að ég praktiklí bjó þarna hinumegin. Ég fékk í fyrsta skiptið frekar vondan mat hérna á Vm - burrito, allt löðrandi í sósum og ekki með neinum hrísgrjónum og bara frekar jökkí og óspennandi. Maður fær nú oftast þrælgott að borða hérna en kannski er kokkurinn í sumarfríi... eins og ég sagði áðan, þá hef ég ekkert að segja ekki rass, ekki neitt. Jú, hey sá Lemony Snicket myndina í gær sem var mjög fín, Carrey flottur Ólafur og lúkkið ágætt og handritið vel unnið - en þessir krakkaormar þarna! Djísös! Mini Russel Crowe sem Kláus, allt of stór og svalur á því og svo einhver bölvuð kókaíntæfan (Mary-Kate Olsen wannnabe) sem Fjóla, gerði ekkert nema setja á sig stút og sveifla mjöðmunum - hriiiiiiikalegt! Ég var farin að halda með greifanum og óska þess að hann næði í krakkaófétin og drekkti þeim í Angurvatni eða Sorgarfljóti eins og það hét í bíómyndaþýðingunni.

1 Comments:

At 9:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

heyja, það var búið að taka niður leiguskiltið á lögmannasundi og opna glugga á föstudag. vonandi góðs viti.
25 stiga hiti og sól og strandferð til North Berwick í dag. algjör snilld !! hlakka til að hitta þig í ágúst.

 

Skrifa ummæli

<< Home