Bannað að blóta
Mamma og Þorgerður segja að ég sé orðljót á blogginu. Ég sem hef reynt að fara ekki offari, en stundum er þetta svona. Annars er bara ekkert sérstakelga gaman hjá mér í dag. Það vill ekkert vera eins og ég vil hafa það. Draumaíbúðin í Edinborg sem ég var búin að biðja um að yrði tekin frá fyrir mig var látin í hendur einhverra annarra, íbúðin sem ég var í er hinsvegar enn á minni könnu, íbúðin mín hérna er kannski eitthvað pöddubæli, peningar streyma sífellt frá mér og út í saltan sjó - þannig er ég eins og Viktoríuvatn (fannst ykkur skrítið að upptök Nílar skildu vera niðri og renna upp út í sjó? Hversvegna er suður niður? Segir maður ekki farðu norður og niður?), ekki að þessi fjárskortur sjáist mikið utan á mér enda er dýrt að vera heilsusamlega mjór, ég gleymdi símanum mínum hjá Emblu í gær, veðrið er hundfúlt og mér er ennþá hrikalega illt í skrokknum eftir að hafa dottið í sturtu síðustu helgi eins og samviskufangi. Já, svo er ég orðljót. Þannig er semsagt sitjúasjónin í dag, ég er orðljót, feit og fátæk. Og með rosalegt keis af PMS. Gó figjör.
5 Comments:
Æ kelli mín, þetta er vont að heyra. Ég verð bara að fá að hitta þig um helgina, bjóða þér upp á kokkteila - ja eða fína viskíð mitt og sannfæra þig um að þú sért falleg, skemmtileg og góð og allt eigi eftir að ganga upp. Verst að þú sért ekki með síma.
Ég er líka orðljót og feit. Var hins vegar að fá útborgað í dag þannig ég er óvenjulega rík í dag. Kveðja Hrönn
Allar almennilegar konur eru orðljótar og feitar. Það er flott og sexí.
Tja...þetta með orðljótleikann var auðvitað ekki gagnrýni heldur meira svona stating a fact. Persónulega hefði ég kallað DV helvítis tussublað...
Andskoti líst mér vel á þetta blogg. Finnst samt það mætti vera aðeins orðljótara.
Skrifa ummæli
<< Home