Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, júlí 11

bloggleysi og andleysi

Afsakið lítið blogg en það er erfitt að fara á netið á sumrin og síðan er bara svo mikið um að vera að maður má bara ekki vera að því að blogga um það. London... ég get ekki bloggað um það eiginlega - það fór heill dagur þar sem að ég var límd fyrir framan skjáinn með Einari bróður uppi í Breiðholti og horfði vantrúuð á BBC, skil ekki svona mannvonsku að ráðast á ókunnugt, saklaust fólk - ég get ekki einu sinni drepið geitunga. Skrítið að horfa á svona, maður getur ekki einu sinni orðið reiður því að maður er svo dapur og skilningsvana.
Ég hef verið að sinna bróður mínum, hjálpa til við að gera fínt hjá honum svo hann geti farið að flytja inn, ég veit nefnilega hvað maður verður slitinn á síðustu metrunum í svona íbúðaveseni. Já og svo tók ég að mér veislustjórn í eitt stykki brúðkaupi en Ninna og Árni gengu sumsé í það heilaga á laugardaginn og ég hef setið við allskonar undarlegt föndur og dúllerí af þeim sökum og var sennilega eina edrú manneskjan í því sturlaða fylleríi sem átti sér stað í Kiwanishúsinu - en ég skemmti mér engu að síður ekki minna en flestir.
Sölvi veiðikló kom heim með lax úr Soginu um helgina líka og við elduðum hann ofan í Kára og Ástu áðan enda 5 punda lax allt of stór í 2 manneskjur. Æ, dfls prump, ég get ekki meir, andleysið er algjört og augnlokin farin að þyngjast enda vaknaði ég snemma og fór í sund með Emblu og Úlfi á meðan aðrir jöfnuðu sig á Fisherman og annarri áfengisneyslu.
bö bö bö óver end át.

2 Comments:

At 3:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Laxinn var massagóður. Takk fyrir mig.

 
At 7:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ykkar er sárt saknað....

 

Skrifa ummæli

<< Home