Ein sit ég heima
Hallú. Ég er að reyna að vera dugleg. Það hefur farið svona. 1. vaknaði rétt fyrir hádegi. 2. Setti í vél og kveikti á heita vatninu með von um að nenna að vaska upp seinna í dag. 3. Þýddi eina blaðsíðu. 4.hringdi í Pósltjörnuna og fór út að fá mér kaffi. 4. Kom heim og fór beint á netið.
Sölvi er með the Dark Loner í Stirling, þeir ætla í frisbí á William Wallace slóðum. Eða það sagði Sölvi lónernum að minnsta kosti - held að hann sé faktískt bara að prenta út blaðið sitt.
Mamma og Pabbi eru að koma og taka hugsanlega leikararann bróður minn (enn í atvinnuleit - hafiði samband) með sér. Það verður gaman. Mamma á afmæli og við ætlum að fara á túr um Skotland til að fagna því.
Jæja, kannski ég fari og sýni dugnað. Það er margt sem bíður. Veriði blessuð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home