Nóaflóðið
Ég er alveg miður mín yfir þessum hörmungum við Indlandshaf. Aumingja fólkið, og var þá nóg á það lagt fyrir. Það er talað um að að minnsta kosti 100þ hafi farist en þetta eru ekki bara tölur. Maður áttar sig á því þegar maður nær að tengja einhvernveginn persónulega. Sá til að mynda tveggja ára sænskan dreng sem minnti mig á Einar litla bróður þegar hann var lítill. Hann var einn og yfirgefinn, foreldranna saknað. Svo sá ég að amk 10 Tansanir hafa farist - það er ótrúlegt, fleiri þúsund kílómetra frá upptökunum. Nú er að vona að þjóðir heimsins séu ekki sömu nánasadjöflarnir og Bandaríkjamenn sem buðu brotabrot af því sem þeir eru að eyða í stríðsrekstur í Írak.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home