Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, desember 27

Kók kaffi og karamellur

Allur þessi sykur hefur orðið þess valdandi að allar svefnvenjur hér á heimilinu hafa farið í algjört rugl. Ég sef ýmist ekkert á nóttunum eða allt of mikið. Vaknaði til að mynda klukkan 3 í dag og rétt náði að drattast undir teppi í sófanum og kveikja á sjónvarpinu til að horfa á Scotland Today - Highlights of 2004. Við vorum í mat hjá Líneyu og Davíð í gær og spiluðum við Popppunktspilið alveg lengst fram eftir nóttu. Það er bara ansi ágætt spil svona ef maður hefur einhvern smúle áhuga tónlist. Ég er svo búin að vera að reyna að hafa mig í að fara að þýða núna í nokkra klukkutíma en er með einhvern óskaplegan verkkvíða. Er bara með einhvern almennan kvíða þessa dagana sem er sprottin úr ýmsum áttum. Til dæmis ætlaði rithöfundur að leigja íbúðina meðan við færum heim en hann hringdi áðan og beilaði, ég þarf að komast að því hvernig ég borga tv licens og council tax, passinn minn er útrunnnin og blöddí konsúllinn svarar mér ekki - við förum 6. janúar heim - og så videre. Ég hlakka þó til áramótana og vona að það verði ekki sama vonskuveðrið og er núna (eins og það var nú fallegt hérna um jólin) en við ætlum að bjóða fólki hingað í mat áður en við förum niður í garða í partýið og kíkjum á hvernig skotar halda upp á árskiptin

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home