Helga Soffia

Karibuni

miðvikudagur, desember 20

Um Fljótandi heim

**** Áhrifamikil, frumleg og nútímaleg saga sem tekst á hugrakkan hátt á við bókmenntirnar og samtímann. (KHH, Fréttablaðið)

Bókmenntaverk sem talar við okkur hér og nú ... af mikilli list flettir Sölvi ofan af þeim raunverulegu orsökum sem skýra hegðun persónanna ... Og af því er fengist við stórar spurningar um ástandið í heimi okkar í dag, þessum fljótandi heimi, þá hrærir sagan við okkur bæði á yfirborði og undir niðri ... Sagan heldur manni fast við efnið og þessi lesandi beið spenntur eftir framvindunni eins og við á í glæpasögu. Munurinn er aðeins sá að við vitum ekki hver glæpurinn er fyrr en í lokin. Mest er þó um vert að fá í hendur skáldsögu sem stendur undir nafni í því að hún segir sögu okkar sjálfra með trúverðugum hætti um leið og hún fer út fyrir hinn hversdagslega reynsluheim okkar með samtali sínu við heimsbókmenntirnar.(GK, Víðsjá)

Áræðin og grípandi skáldsaga eftir kjarkaðan höfund. (KG, Kistan)

Tilraun Sölva með Murakami er vel heppnuð. Það er ekki ný hugmynd að skáld sem koma fram á ritvöllin þurfi að takast á við bókmenntahefðina og öll meistaraverkin sem þegar hafa verið skrifuð. Að bæta sjálfum sér í þann flokk er sannkölluð grettisglíma. En í stað þess að berjast fyrir lífi sínu gerir Sölvi sér leik að þessari rökhyggju bókmenntalandslagsins og skapar sína sögu í skugga stíflunnar miklu. Sagan sem liggur verkinu til grundvallar reynist hafa bæði mannlegar og harmrænar víddir. (BÞV, Morgunblaðið)


Svona nú! Út í búð, það leynist margt gott innan um það sem er auglýst fjandans til. Gleðileg jólainnkaup!

3 Comments:

At 10:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er einmitt að fara að lesa Sölva og hlakka fjarska mikið til. Og já, gleðileg jól og gleðilegt ár og ég vonast til að sjá ykkur hérna í Barcelona sem ALLRA ALLRA ALLRA FYRST. Koss og knús, Auja

 
At 9:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það kom svo ansi góð rispa í þetta hjá þér í nóvember. Ekki kominn tími fyrir aðra slíka rispu.
Fólki í útlöndum ber skylda til að blogga og segja hinum vots öpp.

 
At 9:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

(það átti að vera ? á eftir "Ekki kominn tími á aðra slíka rispu")

 

Skrifa ummæli

<< Home