Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, desember 4

Bloggerdrasl

Nú hef ég reynt í tvo daga að setja inn bloggfærslur hérna en það gengur ekki með pc tölvunni minni, helv. bloggerdraslið neitar að birta nokkuð. Það er því ekki við mig að sakast að engin hreyfing er á þessu bloggi mínu þar sem að ég virðist þurfa að stelast í makkann hans Einsa bróður til að koma einhverju á blað. Ég hefði auðvitað aldrei skipt úr makka yfir í pésa ef þjónustan hjá Apple hefði verið viðunandi sem hún var alls ekki. Pirr pirr. Annars er ég að horfa á Justin T. dansa My Love. Hann er furðulegt fyrirbæri, hann ætti að vera vibbavæminn með þessa rödd og beibífésið en hann er það alls ekki heldur fáránlega flottur og kúl. "Segðu að ég sé að setja jólaseríur upp - ég verð nefnilega ekki heima um jólin," segir Einar Örn sem er að hengja upp jólaseríur og greni á svalirnar hjá sér, hann verður nefnilega ekki heima um jólin.
Þetta fólk er á leiðinni til Íslands um jólin:
Embla og Ingó (16. des.)
Gummi og Kaja (22.des)
María og Sjonni (ekki alveg með dags. á hreinu)
Auður og Hemmi (tuttugasta og eitthvað?)
Endilega látiði mig vita ef fleiri eru á leiðinni. Ásta, t.d. - hvað með þig?

8 Comments:

At 9:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

neineineineineinei við komum sko ekki 16. des. heldur 13. des. Eins gott þú hafir það á hreinu þar sem þú ætlar að hirða okkur upp á flugvellinum. Held ég nenni nú ekki að hanga þar í 3 daga þótt það sé gaman í fríhöfninni. Tek svo undir með öööömurlega þjónustu Apple á Íslandi, skítafyrirtæki. Og hananú!

 
At 10:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem 19. des og verð fram á 4. jan svo það er eins gott að menn séu stemmdir yfir áramótafjöri, ég er að fórna Hogmanay fyrir ykkur Frónbúana. (Ekki mikil fórn kannski, en langar samt að verði fjör)

Sjáumst bráðum!

 
At 3:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Unnur farin út :o(
Ég verð heima.... á engan pening, á ekkert vín

 
At 10:12 e.h., Blogger Króinn said...

Jájá! Einmitt! Bara gleyma manni í upptalningunni! (reyndar held ég að þú vitir dagsetn. okkar - þær eru 27. des. til 10. jan.)

 
At 4:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við komum þann 20. des, og förum aftur út 5. jan, samferða ykkur :) Ertu annars ekki með einhverjar sögur af útgáfupartýum eða skoðanir á bókaverðlaunatilnefningum sem þig langar að deila með okkur?
Auður Rán

 
At 10:35 e.h., Blogger Króinn said...

Komaso! Bloggasohérna! Þú tókst svo góða rispu hér fyrir nokkrum vikum en nú gerist ekki neitt.

 
At 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey Blogg babe! Gaman er að lesa þitt blogg því maður hefur ekki séð þig svo lengi. Við hlökkum mikið til að koma heim til Ísalands föstudaginn 22. des. Aleksandar fær loks að hitta þig og þinn karl. Við kyssum þig og elskum.

 
At 6:24 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Myndi blogga meira en tölvan mín er eitthvað erfið þegar kemur að því að birta bloggin mín - vírus? Læt athuga málið

 

Skrifa ummæli

<< Home