Helga Soffia

Karibuni

laugardagur, apríl 15

samanamana

Eg bidst afsokunar a thvi ad blogga litid thessa dagana en thad er nu thannig her i thessu hofi ritlistarinnar ad adeins ein skitatolva er til umrada ef madur tharf ad sinna erindum a netinu - thad er ekki einu sinni haegt ad stilla a isl. lyklabord og mer leidist ad tala svona med hreim. Konan sem kyrkti vininn minn situr nu inni hja ser og andar i astmataeki - minnir svolitid a Svarthofda tharna en eg vorkenni henni, alveg eins og eg vorkenndi alltaf Svarthofda svolitid... hann var samt meira kul. Kannski hun aetti ad fa ser buning? Annars er allt bara eins, skyin eru ad hrista ur ser sidustu dropana og utsynid ut um gluggann minn er fallegt, fjolublatt og hvitt, Tyrknesku fjollin hinumegin skipta litum eftir skyjafarinu, eru ymist fjolubla og fjarraen eda gul og nanast ofan i manni. Eg kann agetlega vid svona vedur - thad er karakter i thvi. En a morgun lofa their glampandi helvitis sol! Eg myndi prenta ut thydinguna mina og lesa hana a strondinni ef aumingjarnir sem reka thetta hus hefdu drullast til ad koma prentaranum i lag fyrir helgina. Thad er ymislegt svona sem pirrar mann til lengdar og solin og sandurinn na ekki ad baeta manni upp thad sem manni finnst vera otharfa trassaskapur. En hvada hvada! Sit eg her og rofla! Mer vaeri naer ad fara nidur og laga mer kaffi og setjast svo vid tolvuna. Ja, svei mer tha, eg geri thad!

4 Comments:

At 1:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

...ég skilaði inn síðustu þýðingunni minni núna á miðvikudaginn - þýðinga-kúrs hjá hólmfríði, sjáðu til :) tvær örsögur eftir Fernando Sorrentino sem okkur var sett að koma yfir á góða íslensku...já. þetta var svona eins og að hrapa ofur-hægt til jarðar. ég engdist um í hvert skipti sem ég neyddist til að lesa yfir blessaðan textann. ekki beint þjáll, skal ég segja þér! og silju vinkonu fannst þetta frekar dorkí saga - alla vega eins og ég þýddi hana *rodn*...ég samt gat ekki meira. var búin að snúast í kringum hvert einasta orð amk 10 sinnum; breyta, bæta, skemma... svo að ég skilaði bara. jæja, win some, loose some :) knús til þín og kveðja til höbba - hafið það gott um páskana, íris björk

 
At 1:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þú ættir ná að þekkja lífið miðjarðarhafið helga. ekkert gerist 3 daga fyrir frí, það tekur því ekki. hér sytjum við annars í Barsalóna og hámum í okkur páskaegg í 20 stiga hita. gleðilega páska!

ingó

 
At 2:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

sytjum? madre mia!

 
At 2:58 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 

Skrifa ummæli

<< Home