Hvað gengur fólkinu til?
16 ár. Er það bara ekki orðið gott? Hvernig í ósköpunum bætti D við sig 3 þingmönnum? Allur auður er kominn á hendur örfárra manna, þjóðin er skuldum vafin með blóð írakskra borgara á samviskunni auk náttúruspjallanna uppi á öræfum og annað eins á leiðinni. 4 ár til. Ég er búin að reka títuprjóna í augun á mér og undir neglurnar, skafa húðina með ostaskera af sköflungnum á mér og drekka asinton, en mér líður ekkert skárr. Off! Ég hef ákveðið að leggjast í pólitíska útlegð, ég neita að búa í sjálfstæðisbæli ... og F hélt sínu! Off! Off Boff! Og rassgat. Auglýsi hér með eftir huggulegri íbúð í Barselóna eða Skotlandi.
3 Comments:
Þú verður að finna íbúð í Barcelona því ég ætla að dvelja hér í útlegð næstu fjögur árin (að minnsta kosti) - og einhver verður að hugga mig því ég er byrjuð að skrapa af mér húðflygsur með parmesansneiðara sem krefst verkfræðikunnáttu. Auja
Nei, komdu til Skotlands - kannski kaupi ég bara fína íbúð og þið getið verið í henni.
Það er allavega ekki hægt að vera á Íslandi, þetta er náttúrurlega skandall!
Já þetta er hræðileg... Það er líka ágætt vera hér í íslendinga nýlendunni í Köben. Come to mama...
Gunnhildur
Skrifa ummæli
<< Home