Litli tölvufanginn
Það er sumar í Barselóna: salsatónlist glymur um Poble Sec og einhversstaðar eru Brassar og Afríkanar að berja trumbur. Fuglarnir syngja og sólin skín, fólk situr á kaffihúsum eða fær sér lúr á ströndinni. Allir nema ég. Ég sit inni við tölvuna mína og þýði allskonar litla texta á milli þess sem ég bölva og ragna því að tölvan mín hreytir annað slagið í mig þessum skilaboðum: Limited or no connectivity. Sem er bara bull og svo segir hún: No wireless adapter available in the system. Sem er líka bull. En ég fæ engan botn í þetta og eina sem ég get gert er að slökva á tölvunni og kveikja svo á henni aftur. Það hef ég gert fjórum sinnum í dag. Gaman.
1 Comments:
Bö, eilíf tölvuvandraedi, thetta veit ekki á gott. Vildi svo sannarlega ad eg vaeri ad koma til Bercelona i kvöld i chupito parti á Rambla del Raval. En eg verd vist ad vera herna 2 daga i vidbot.
Skrifa ummæli
<< Home