Helga Soffia

Karibuni

mánudagur, maí 19

Heim í sumar

Hellú, eftir að hafa lesið viðtal við Oddnýu Sturludóttur í Observer höfum við sannfærst um ágæti Íslands og hoppandi kæti íslensku þjóðarinnar og stefnum því á 2 mánaða skemmtiferð á Frón í sumar. Þar af leiðandi verður húsið okkar hérna á í Tarragona laust í júlí og ágúst og við viljum endilega leigja það út. Frekari upplýsingar má finna á spánýrri bloggsíðu http://www.tarragonahus.blogspot.com

6 Comments:

At 3:53 e.h., Blogger Asta said...

Var að lönsha með Auði Rán. hún segir mér að þið eigið miða hingað til Edin þann 25 júní. Er það rétt? Þurfið þið húsnæði? Þið getið verið í kotinu mínu ef þið viljið, Auður er með auka lykla.

 
At 9:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, við stöndumst ekki mátið heldur og ætlum að skella okkur til þessarar undraeyjar, verðum að hittast hittast. Ertu búin að fara á Nick? Ég fer á fimmtudaginn í Berlín, hlakka til og kvíði smá af því að nú er hann farinn að spila í svo agalega stórum höllum, en það verður samt gaman! knuuuuuuuuuuus, Laufey.

 
At 9:37 e.h., Blogger HelgaSoffia said...

Já ég sá Nick og vondu fræin og þeir voru geggjaðir. Góða skemmtun.

 
At 11:12 e.h., Blogger Króinn said...

Hvenær heima? Ég fer 6. júlí út aftur. Næ ég ykkur?

 
At 2:31 f.h., Blogger HelgaSoffia said...

Já þú nærð okkur, komum heim 1. júlí!

 
At 9:41 f.h., Blogger Króinn said...

glæsilegt.

 

Skrifa ummæli

<< Home